Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 387. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1455  —  387. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum
(heimildir Matvælastofnunar, kærufrestur, EES-reglur).

(Eftir 2. umræðu, 1. júní.)


1. gr.


    Á eftir 27. gr. c laganna kemur ný grein sem verður 27. gr. d, svohljóðandi:
    Matvælastofnun er heimill rafrænn aðgangur að öllum farmskrárupplýsingum úr upplýsingakerfum tollyfirvalda vegna eftirlits með þeim vörum sem 27. gr. a og 27. gr. b ná til. Matvælastofnun er einnig heimill sams konar rafrænn aðgangur að farmskrárupplýsingum úr farmskrám farmflytjanda og tollyfirvöld hafa samkvæmt lögum og stjórnvaldsfyrirmælum. Matvælastofnun og starfsmenn hennar skulu meðhöndla upplýsingar, sem veittar eru samkvæmt þessari grein, sem trúnaðarupplýsingar og í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Starfsmenn Matvælastofnunar sem meðhöndla upplýsingar á grundvelli greinar þessarar hafa sömu þagnarskyldu og starfsmenn tollyfirvalda hafa samkvæmt þagnarskylduákvæðum tollalaga vegna meðhöndlunar sömu upplýsinga.

2. gr.

    Við 30. gr. d laganna bætist einn nýr málsliður, svohljóðandi: Kæra vegna stjórnsýsluákvörðunar í tengslum við eftirlit með innflutningi dýraafurða og lifandi ferskvatns- og sjávareldisdýra sem koma til landsins frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins, sbr. 27. gr. b, skal þó borin fram innan fjögurra vikna frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðunina.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.